Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að samstarfsvettvangur ESB og nágrannaríkja þess í austri - 640 svör fundust
Niðurstöður

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Evrópuvefnum í desember 2013?

Samkvæmt vefmælingu Modernusar voru þetta tíu vinsælustu svör desembermánaðar árið 2013 á Evrópuvefnum: Er það rétt að Evrópusambandið vilji takmarka kanil í sætabrauði og ef það er rétt af hverju vill sambandið gera það? Hvað eru IPA-styrkir og hverjir geta sótt um þá? Hvað táknar CE-merking á vörum, er það ...

Er það rétt að auglýsingar á borð við „Veljum íslenskt“ verði bannaðar ef við göngum í ESB?

Nei, Evrópusambandið mun ekki banna auglýsingar eins og spyrjandi nefnir. Ástæðan er sú að slíkar auglýsingar á vegum íslenska ríkisins væru nú þegar óheimilar því að þær mundu brjóta gegn reglunni um frjáls vöruviðskipti á Evrópska efnahagssvæðinu, sem Ísland tilheyrir nú þegar. Einkaaðilar eru hins vegar að jafn...

Þjónar innganga Íslands mikilvægum hagsmunum ESB?

Aðild Íslands að Evrópusambandinu þjónar ákveðnum hagsmunum sambandsins. Ísland er þó bæði lítið ríki og auk þess þegar í innri markaði ESB með EES-samningnum frá árinu 1994, og því má ætla að beinir efnahagslegir hagsmunir séu takmarkaðir. ESB gæti þó haft hag af aðild Íslands að Sameiginlegri fiskveiðistefnu sam...

Af hverju var Evrópusambandið stofnað? – 2. Aðdragandinn

Fyrsti vísirinn að Evrópusambandinu var Kola- og stálbandalagið (KSB) sem tók til starfa árið 1952. Að því stóðu sex ríki, Belgía, Frakkland, Holland, Ítalía, Lúxemborg og Vestur-Þýskaland. Menn vildu koma í veg fyrir stríð á svæðinu í framtíðinni, kol og stál skiptu þá miklu í hernaði og mikilvægar námur voru á s...

Hvernig hefur sjávarútvegsstefna ESB þróast í tímans rás?

Fyrstu tillögurnar að sameiginlegri stefnu í sjávarútvegsmálum voru settar fram árið 1968 og mótaðar að fyrirmynd sameiginlegu landbúnaðarstefnunar. Miklar deilur ríktu um mótun stefnunnar á árunum 1976-1983 en lausn deilnanna fólst að hluta til í innleiðingu reglunnar um hlutfallslegan stöðugleika. Árin 1992 og 2...

Hver er afstaða ESB til lögleiðingar marijúana og/eða annarra kannabisefna?

Evrópusambandið hefur ekki laga- eða reglusetningarvald á sviði fíkniefnamála heldur fara aðildarríkin sjálf með slíkar valdheimildir. Samkvæmt alþjóðasamningum á vegum Sameinuðu þjóðanna er kannabis (hass, marijúana (stundum kallað gras) og hassolía) skilgreint sem fíkniefni. Ríki sem aðild eiga að samningunum ha...

Málsmeðferð í nefndum

Málsmeðferð í nefndum er þýðing á enska hugtakinu comitology procedure (eða committee procedure) og vísar til þess ferlis þegar framkvæmdastjórnin setur gerðir. Lagagerðir ESB eru oftast settar á grundvelli tillagna frá framkvæmdastjórninni sem síðan þurfa samþykki ráðherraráðsins og Evrópuþingsins til að öðla...

Mætti fólk yngra en 18 ára vinna ef við göngum í ESB?

Já, einstaklingar yngri en 18 ára mættu vinna ef Ísland gengi í Evrópusambandið. Sem aðili að EES-samningnum hefur Ísland þegar tekið upp í íslenskan rétt afleiddar gerðir Evrópusambandsins á sviði vinnumála, þeirra á meðal tilskipun sambandsins um vinnuvernd ungmenna. Í henni eru gerðar lágmarkskröfur til aðildar...

Er ekki sanngjarnt að helmingur styrks frá ESB til að kynna sig á Íslandi renni til andstæðinga ESB-aðildar, eða að íslenska ríkið veiti þeim jafnháa fjárhæð, 5,0 milljarða króna á ári?

Evrópusambandið áætlar að verja 1,4 milljónum evra í kynningarmál hér á landi yfir tveggja ára tímabil, eða rúmum 230 milljónum íslenskra króna á genginu í ágúst 2011. Umsjón verkefnisins var boðin út haustið 2010 og þann 11. ágúst 2011 var tilkynnt að samið hefði verið um verkið við fyrirtækin Media Consulta Inte...

Hvernig mundu reglur um fjárfestingar borgara frá ESB-ríkjum á Íslandi breytast ef Ísland yrði aðili að ESB?

Það veltur á niðurstöðum samningaviðræðna Íslands við ESB hvernig reglur um fjárfestingar ESB-borgara á Íslandi mundu breytast með aðild Íslands að sambandinu. Líklegt má þó telja að innganga Íslands í ESB mundi leiða til þess að Ísland þyrfti að gangast undir regluverk sem heimilar ekki hömlur af okkar hálfu á fr...

ESB-ríkin

Aðildarríki ESB eru 28 talsins. Stofnríki sambandsins voru Þýskaland, Frakkland, Ítalía, Belgía, Holland og Lúxemborg en við stofnun þess árið 1958 gekk það undir heitinu Efnahagsbandalag Evrópu. Nokkrum árum áður, árið 1952, höfðu sömu ríki einnig stofnað Kola- og stálbandalagið. Á næstu þremur áratugum gengu Bre...

Evrópustofnun grundvallarmannréttinda

Evrópustofnun grundvallarmannréttinda (e. European Union Agency for Fundamental Rights, FRA) er ein af sérstofnunum Evrópusambandsins. Henni var komið á fót árið 2007 með ákvörðun ráðsins nr. 168/2007 og hefur aðsetur í Vín í Austurríki. Meginhlutverk stofnunarinnar er að sjá til þess að grundvallarréttindi einsta...

Hver er munurinn á EFTA, EES og Schengen-samkomulaginu?

EFTA stendur fyrir European Free Trade Association sem þýðist á íslensku sem Fríverslunarsamtök Evrópu. Fríverslunarsamtökin voru stofnuð árið 1960. Stofnríkin voru sjö: Austurríki, Bretland, Danmörk, Noregur, Portúgal, Sviss og Svíþjóð. Ísland varð aðili að samtökunum árið 1970. Síðan þá hafa samtökin dregist ve...

Gæti tilkoma Borgarafrumkvæðis Evrópu eflt hlutverk smáríkja innan ESB?

Borgarafrumkvæði Evrópu mun ekki hafa bein áhrif á hlutverk smáríkja innan Evrópusambandsins, sér í lagi þar sem því er ætlað að styrkja áhrif almennra borgara á löggjafarferli sambandsins en ekki ríkja eða ríkisstjórna. Þó má segja að Borgarafrumkvæðið muni í það minnsta styrkja hlutverk almennra borgara smáríkja...

Hvaða Norðurlönd hafa evru sem gjaldmiðil?

Finnland er eina Norðurlandið sem hefur evru sem gjaldmiðil. Danmörk er undanþegin ákvæði Maastricht-sáttmálans um upptöku evru, þar sem ríkið samdi sérstaklega um það fyrir gildistöku hans. Svíþjóð hefur í raun tekið einhliða ákvörðun um að standa utan evrusvæðisins. Ísland og Noregur, sem ekki eru aðilar að Evró...

Leita aftur: